Steinselju og berja drykkur

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
NUTRiBULLET
Uppskrift fyrir: 
1
Hráefni: 
½ bolli Steinselja
1 bolli Grænkál
1 banani
1 bolli Blönduð ber
1 tsk. Flax fræ
2 Ísmolar

Setja allt hráefni í stóra glasið og fylla upp að MAX línunni með vatni eða öðrum tærum vökva. 

Til gamans má geta að steinselja hefur verið notuð við Miðjarðarhafið í meira en 2000 ár en hún er algengasta kryddjurtin í Evrópu og má nota hana á marga vegu. Steinselja inniheldur ekki neitt kólesteról en er rík af andoxunarefnum, vítamínum og trefjum. Hún inniheldur meira magn af C vítamíni en appelsínur. Virku efnin í steinselja hafa lengi verið talin örva starfsmi nýrna og hjálpa til við að afeitra líkamann. Hún hjálpar líkamanum að róa meltingarveginn og léttir þannig á meltingartruflunum, ristilkrampa og vindgangi.