Sjávarréttasalat

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
Eldað í potti
Uppskrift fyrir: 
4
Hráefni: 
3 bollar pasta
115 gr. Belgbaunir
2 msk Ólífuolía eða önnur góð olía
1 msk Fáfnisgras – smátt skorið (Estragon eða Tarragon)
½ tsk salt
¼ tsk hvítur pipar
2 rif hvítlaukur – smátt skorið
350 gr eldaðar rækjur eða eldað krabbakjöt

1.     Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum
2.     Bætið belgbaunum við síðustu 2 mín.
3.     Hellið vatninu af pastanu og belgbaununum
4.     Setjið pasta, belgbaunir og allt annað hráefni saman í skál og blandið vel saman
5.     Setjið plastfilmu yfir og kælið í ca. 2 klst.