Marengsdropar

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Bakað í ofni
Uppskrift fyrir: 
10
Hráefni: 
4 Eggjahvítur
1 bolli Púðursykur
1 bolli Sykur
1 tsk Vanilludropar

  1. Þeytið eggjahvítur, púðursykri og sykri saman uns létt og ljóst. Bætið vanilludropum út í og haldið áfram þeyta. Einnig má setja kökulit út í þeytinginginn
  2. Setjið í sprautupoka og mótið fallegar kökur á bökunarplötu með pökunarpappír eða setja á bökunarplötu með teskeið.
  3. Bakið við 170°C í 10 mín.
  4. Látið kökurnar kólna áður en þær eru skeyttar með bræddu súkkulaði og muldum hnetum eða kökuskrauti.