Kostur Dalvegi

Þann 14. nóvember 2009 opnaði verslunin Kostur á Dalvegi í Kópavogi. Verslunin er sett upp sem pallaverslun inni í lagerrými og er innblástur fenginn meðal annars frá stórvörumörkuðum í Ameríku. Kostur bíður upp á neytendapakkningar í ýmsum stærðum sem henta stórum sem smáum fjölskyldum.

Innflutningur á Amerískum vörum er stór þáttur í sérstöðu Kosts. Mikið úrval af lífrænt ræktuðum, glútenlausum hágæða vörum hefur fallið vel í kramið hjá landsmönnum. Stefna Kosts er að vera með gæða vörur á góðu verði. Ávextir og grænmeti koma daglega með flugi frá New York til að tryggja ferskleika og gæði.

Við bjóðum að sjálfsögðu einnig upp á frábært úrval af íslenskum vörum. T.d. Kjöt, mjólkurvörur, ávexti og grænmeti.

Við leggjum metnað okkar í að þjónusta viðskiptavini sem allra best og viljum umfram allt að þeir njóti þess að versla hjá okkur og haldi heim á leið glaðir í bragði.

Spörum og njótum lífsins!

Bestu kveðjur,
Jón Gerald Sullenberger