Kjúklingur með pestó og mozzarella

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Bakað í ofni
Uppskrift fyrir: 
4
Hráefni: 
Heimatilbúið pestó
1 bolli ferskur basil
2 msk. furuhnetur
1 lauf hvítlaukur
¼ bolli ólífuolía
1/3 bolli rifinn parmesan ostur

Kjúklingur
4 stk. Kjúklingbringur
1 bolli heimatilbúið pestó
4 sneiðar Mozzarella ostur
1 bolli brauðraspur
1 tsk. Salt
1 tsk. Pipar
tannstönglar

Heimatilbúið pestó:

  • Setjið allt hráefni í matvinnsluvél og vinnið þar til blandan er orðin slétt og fín.

Kjúklingur

  • Hitið ofninn í 190°C
  • Smyrjið eldfast mót með olíu
  • Kljúfið bringuna til hálfs
  • Opnið kjúklingabringurnar og fletjið örlítið
  • Setjið pestó á allar kjúklingarbringurnar og mozzarellaost yfir. Rúllið upp og lokið með tannstöngli. Raðið í eldfasta mótið.
  • Blandað saman brauðrasp, salti og pipar og hyljið kjúklinginn.
  • Bakað í ofni í 30-40 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður.
  • Skorið í sneiðar og borið fram með salati og brauði