Morgunverðar burrito

Erfiðleikastig: 
Meðal
Hráefni: 
12 Egg
450 gr Hakk
120 gr Salsa sósa
480 gr Cheddar ostur - rifinn
24 stk Hveiti tortillakökur

Má bæta við einhverju af þessu:
1 græn paprika - fínt söxuð
6 kartöflur - rifnar og þerraðar
1 laukur - fínt saxaður
1 tómatur - fínt saxaður
  1. Steikið hakkið og grænmeti á pönnu
  2. Hellið hrærðu eggjunum á pönnuna og hrærið vel í uns allt er vel eldað
  3. Setjið salsa sósuna út á
  4. Hitið hveiti tortillakökurnar í ca. 10-20 sek. Eða þar til þær eru orðnar mjúkar
  5. Setjið 1/2 bolla af hakkblöndunni á toritllaköku og setjið ost yfir
  6. Rúllið tortillakökuna upp eins og burrito.

 

Pakkið hverri burrito í plastfilmu og setjið í frysti. Gott að grípa í þegar lítill tími er til að elda og hitað í örbylgjuofni eða á pönnu. 

Hægt er að skipta út hakki fyrir kjúkling eða meira grænmeti eins og eggaldin eða kúrbít.