Chili Con Carne

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Eldavél
Uppskrift fyrir: 
4
Hráefni: 
500 gr. Nautahakk
1 stk Laukur
2 stk Gulrætur
1 stk Sellerí stöngull
3-4 Hvítlauksrif
2 msk Olía
1 msk Chili
Pipar
Salt
½ tsk Oregano
½ tsk Timjan
2 Lárviðarlauf
3 msk Tómatþykkni
½ l Vatn
1 dós Nýrnabaunir
  • Skerið lauk, gulrætur, sellerí og hvítlauk smátt niður
  • Hitið olíuna í potti (Passið að nota ekki of lítin pott)
  • Steikið grænmetið og látið malla við meðalhita í ca. 3-4 mín. Og hrærið stöðugt í
  • Bætið nautahakkinu við og látið það brúnast
  • Setjið allt krydd út í og hrærið vel
  • Tómatþykkni og vatni bætt út í og látið malla væga hita með lokið á í 60 mín.
  • Hrærið af og til í pottinum
  • Bætið við nýrnabaununum í lokin og látið malla í ca. 20 mín.
  • Bætið við salti og pipar eftir smekk

Borið fram með rifnum osti, hrásalati, nachos flögum og brauði