Hræringur í skál

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
NUTRiBULLET
Uppskrift fyrir: 
1
Hráefni: 
1/2 bolli Mangó - frosið
1/2 bolli Jarðarber - frosin
1/2 bolli Hindber - frosin
1 msk Goji ber
1 1/2 bolli Möndlumjólk

Setjið allt hráefnið í stóra NUTRiBULLET glasið. Blandið vel saman uns silkimjúkt eða ca. 30 sek.

Setjið í skál og brytjið niður ykkar uppáhalds ávexti. Einnig gott að setja Chia fræ, Goji ber eða hnetur.