Lambalæri með rósmarín og timjan

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
Ofn
Uppskrift fyrir: 
4-6
Hráefni: 
1 stk Lambalæri 2,5 – 3 kg
2 tsk Pipar, svartur
2 tsk Salt
1 grein Timjan
1 grein Rósmarín
1 msk Olía
  • Hreinsið lambalærið ef þarf
  • Nuddið olíunni á lambalærið
  • Takið laufin af rósmarín og timjan stilkunum og skerið smátt niður.
  • Kryddið lambalærið með salti, pipar og smátt skornu kryddjurtunum.
  • Látið liggja í kryddleginum í ca. klukkustund.
  • Hitið ofninn í 180°C og setjið inn í ofn í 60 mín.