Fiskibollur

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Steikt á pönnu
Uppskrift fyrir: 
4-6
Hráefni: 
450 gr. Fiskur
2,5 tsk. Salt
1 meðalstór laukur
1 rif hvítlaukur
2 msk. Hveiti
2 msk. Kartöflumjöl
1 egg
3 dl. Mjólk
pipar eftir smekk

1.              Laukurinn er skorinn smátt og settur til hliðar.
2.              Fiskurinn hakkaður eða settur í matvinnsluvél ásamt öllu öðru hráefni. Ef ekki er notuð matvinnsluvél, hrært vel saman í stórri skál með sleif
3.              Laukurinn settur út í síðast
4.              Mótaðar bollur með matskeið og steikt á pönnu uns gullin brúnar báðu megin. 

Einnig er hægt að hakka ost með eða setja smá karrý út í fiskinn eða önnur framandi krydd og blanda við fiskinn til að fá smá tilbreytingu.