Chimichangas

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Steikt og hitað í ofni
Uppskrift fyrir: 
4
Hráefni: 
2 msk Smjör
4 msk Olía
1 Laukur, smátt skorinn
3 rif Hvítlaukur, smátt skorinn
1 stk Jalapeno pipar, smátt skorinn (fræintekin úr)
1 ½ tsk Chilipipar
½ tsk Kúmen – mulið
¼ tsk Kanill
Smá salt
1 lítill Tómatur, smátt skorinn
2 msk Ferskur kóríander, smátt skorinn
400-500 gr Hakk
¼ bolli Sýrðurrjómi
1 dós Niðursoðnar baunir (má sleppa ognota sama magn af soðnum hrísgrjónum)
4 Tortillakökur – meðalstórar
1 bolli Rifin ostur

1.         Hitið ofninn í 230°C

2.         Bræðið smjör og helmingnum af olíu saman á pönnu og setjið í skál

3.         Hitið restinni af olíu á pönnu og steikið lauk, jalapeno og hvítlauk uns blandan er orðin mjúk.

4.         Kryddið með Chilipipar, kúmeni, kanil og ca. 1 tsk af salti og látið steikjast í ca. 30sek.

5.         Setjið smátt skorinn tómatinn og kóríender út í.

6.         Setjið hakkið út í og hrærið vel í uns allt eldað í gegn.

7.         Bætið við sýrða rjómanum og takið pönnuna af hellunni.

8.         Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og smyrjið með olíublöndunni.

9.         Setjið 2 msk af baunum á miðja tortilla köku og ¼ af hakkblöndunni og stráið osti yfir áður en kökunni er lokað. Takið upp hliðarnar og rúllið tortilla kökunni svo úrverði rúlla.

10.       Setjið rúllurnar á bökunarpappír og penslið með olíublöndunni og bakið í 8-10 mín uns gullin brúnt.