Ávaxtapizza

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Bakað í ofni
Uppskrift fyrir: 
12
Hráefni: 
3 bollar hveiti
¾ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
1 bolli smjör
1 bolli sykur
1 egg
1 msk mjólk
1 bolli rjómi
1 bolli rjómaostur
1 bolli flórsykur
3 bollar blönduð ber
Flórsykur til að strá undir degið þegar það er flatt út

1.              Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og setjið til hliðar

2.              Setjið smjör og sykur hrærivél og hrærið vel sama uns létt og ljóst

3.              Bætið við eggi og mjólk í blönduna

4.              Setjið hveitiblönduna hægt og rólega saman við eða þar til deigið losnar frá skálinni

5.              Hitið ofninn í 180°C

6.              Fletjið deigið út eins og pizzu á bökunarpappír

7.              Bakið í 10-15 mín eða uns gullinbrúnt

8.              Látið botninn kólna í ca. 45 mín

9.              Þeytið rjómann

10.          Blandið saman rjómaostinum og flórsykrinum uns engir kekkir

11.          Setjið rjómann út í rjómaostablönduna

12.          Smyrjið á kaldann pizzabotninn

13.          Raðið uppáhalds berjunum ykkar á pizzuna. Við mælum með jarðarberjum, bláberjum, hindberjum og kiwi.